Röltu á milli bókabúða í Reykjavík…
og vertu hluti af alþjóðlegu samfélagi!
Global Book Crawl bókabúðaröltið verður haldið í fyrsta skipti um heim allan í lok apríl og bókmenntaborgin Reykjavík tekur að sjálfsögðu þátt.
Dagana 23.–27. apríl geturðu heimsótt 6 bókabúðir sem taka þátt í bókabúðaröltinu. Náðu þér í vegabréf í þeirri fyrstu sem þú kemur í og fáðu stimpil í hverri einustu eftir það. Ef þú safnar stimplum í öllum bókabúðunum áttu möguleika á stórum vinningi frá þeim öllum. Einnig verða minni vinningar fyrir þau sem ná ekki að fylla vegabréfið. Athugaðu að afgreiðslutímar eru mismunandi eftir bóka búðum. Þegar þú hefur fyllt út vegabréfið sendir þú mynd af stimplunum á globalbookcrawl@skaldabokabud.is og þannig kemstu í vinningspottinn.
Með því að taka þátt í bókabúðaröltinu verður þú hluti af alþjóðlegri hreyfingu sem tengir saman lesendur og bókabúðir um allan heim.
Við hlökkum til að fagna bókinni með þér!
Vefsíða bokin@simnet.is Símanúmer. +354 5521710
Klapparstígur 25, 101 Reykjavík
Bókin
umumbok@gmail.com Símanúmer: +354 7786363 Hólmaslóð 6, 101 Reykjavík
Bókumbók
info.garg.bookstore@gmail.com Hofsvallagata 16, 101 Reykjavík
Garg
Vefsíða
moheidur@gmail.com Símanúmer: +354 8221703 Stangarholt 10, 105 Reykjavík
Kanínuholan
skalda@skaldabokabud.is Símanúmer: +354 5711060 Vesturgata 10a, 101 Reykjavík
Skálda
Vefsíða
gamla@gamla.is Símanúmer: +354 8400600 Hverfisgata 34, (Hjartatorgið) 101 Reykjavík